top of page
stong.png

Snjóflóðanámskeið fyrir ferðafólk

Snjóflóð fyrir ferðafólk er tveggja daga námskeið fyrir þá sem vilja læra grunnatriði í snjóflóðafræðum og félagabjörgun úr snjóflóðum. Námskeiðið hentar öllum þeim sem ferðast gangandi í fjalllendi að vetri. Lágmarks fjöldi þátttakenda er 4 og hámark 16. Hámarksfjöldi þátttakenda á hvern leiðbeinenda er 6 manns.

 

Helsu efnisatriði námskeiðisins eru:

  • Grunn snjóflóðafræði

  • Félagabjörgun

  • Vísbendingaleit

  • Mat á snjóflóðahættun

  • Grunn fyrsta hjálp (í snjóflóðum)

Engar forkröfur eru fyrir námskeiðið en allir þáttakendur verða að hafa eftirfarandi hluti meðferðis:

  • Snjóflóða ýli

  • Snjóflóða skóflu

  • Snjóflóða leitar stöng

  • Hlýjan útivistarfatnað og skó

  • Dagspoka sem rúmar föt, mat, vatn og snóflóðabúnað

Nunatak Adventures útvegar allan annann búnað til uppsetninga æfinga en á ekki auka snjóflóðabúnað til að lána til þátttakenda. Sérhæfðan búnað er oft hægt að leigja hjá stærri útivistarverslunum.

Námskeiðin eru kennd á íslensku. Hvert námseið er eitt bóklegt kvöld og einn dagur af verklegum æfingum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins (innan við klukkustundar akstur). Þáttakendur þurfa sjálfir að koma sér á æfingarstað.

Hægt er að óska eftir sér námskeiði fyrir hópa.

Næstu námskeið eru:

  • Fyrir fjallaskíða fólk í samstarfi við Alpana. ATH skráningu þar. Bæði í janúar og febrúar.

  • 11. + 14. febrúar: fyrir verðandi fjallaleiðsögumenn (á ensku, skráning hér).

  • 24. + 27. febrúar: fyrir göngufólk / gönguhópa.

  • 25. + 28. febrúar: aukadagsetning fyrir göngufólk.

Verð er 49.900 kr á mann.


Skráðu þig með því að fylla út formið hér á síðunni.

  • Af hverju Nunatak adventures?

 

Við höfum reynda leiðbeinednur með reynslu af kennslu úr björgunarsveitum og mikla fagmenntun, margir hverjir háskólamenntaðir. Allir hafa mikla reynslu af útivist og ferðamennsku og hafa unnið við leiðsögn á fjöllum og jöklum á Íslandi og erlendis.

bottom of page